Fær að hefja nám við Tækniskólann: „Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 10:26 Tækniskólinn í Reykjavík. FBL/Eyþór Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56