Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:08 Þau voru ekki beinlínis vinsamleg orðaskiptin sem fóru á milli þeirra Ólafs og Áslaugar Örnu í þingsal nú rétt í þessu. Þar er að myndast mikill hiti í umræðu um orkupakkann. Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00