Finnur fljótt hvort stemmingin sé góð Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Sóli Hólm hefur tekið að sér veislustjórn til margra ára. Núna er hann meira farinn að troða upp sem skemmtikraftur. Vísir Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00
Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30
„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30