Beska eignastýringarfyrirtækið Miton Asset Management, sem var um miðja síðustu viku einn af stærstu hluthöfum Arion banka, hefur á síðustu dögum selt allan eignarhlut sinn í bankanum, samtals um 1,8 prósent. Sjóðir í stýringu félagsins seldu þannig í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tæplega 13,8 milljónir hluta á genginu 75,1, eða fyrir samtals um 1.030 milljónir króna. Eftir þau viðskipti hefur Miton losað um öll bréf sín í bankanum.
Miton var annar tveggja fjárfestingarsjóða, ásamt breska vogunarsjóðnum Landsdowne Partners, sem skuldbundu sig til að kaupa samanlagt 3,7 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka í júní 2018 sem svonefndir hornsteinsfjárfestar. Eignarhlutur Miton í útboðinu var 1,22 prósent.
Samkvæmt hluthafalista Arion banka um miðjan þennan mánuð var Miton þrettándi stærsti hluthafi bankans með 1,81 prósents hlut, sem var metinn á um 2,6 milljarða króna.
Fjárfestingarsjóðir í stýringu Miton hafa látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum, þar á meðal í tryggingafélögunum þremur.
Breska félagið Miton selur allt í Arion banka
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent




Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair
Viðskipti innlent

Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair
Viðskipti innlent

Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu
Viðskipti innlent
