Í siðuðum samfélögum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar