Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 12:20 Fjallað var um erfiða stöðu í innanlandsflugi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur. Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur.
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum