Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 12:20 Fjallað var um erfiða stöðu í innanlandsflugi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur. Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur.
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira