Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 15:30 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04