Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00