Enski landsliðsmaðurinn var sem fyrr í byrjunarliði Englendinga fyrir leikinn mikilvæga í undanúrslitunum gegn Vestur-Þýskalandi sem tapaðist að endingu.
„Ég var að labba í gegnum göngin og var stöðvaður. Þetta var forseti Juventus sem sagði að eftir mótið vildu þeir semja við mig,“ sagði gleðigjafinn Gascoigne.
'The Juventus president said they want to sign me after the tournament'
Paul Gascoigne reveals he was approached in tunnel ahead of his memorable 1990 World Cup semi-final appearancehttps://t.co/XwGcgXiJPq
— MailOnline Sport (@MailSport) August 29, 2019
„Svo þú getur ímyndað þér hvað fór í gegnum hugann á mér; að reyna að vinna undanúrslitaleik og komast í úrslitaleikinn. Svo komu tár og þetta var eitt stórt búnt.“
Gascoigne segir að hann hafi íhugað tilboðið vel og vandlega en ákvað að vera áfram á Englandi. Hann fór þó til Ítalíu síðar á ferlinum en tveimur árum eftir tilboð Juventus samdi hann við Lazio.