Arnar glotti við tönn er hann ræddi um undanúrslitin í bikarnum: "Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Gabríel Sighvatsson skrifar 11. ágúst 2019 18:42 Arnar Gunnlaugsson. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn