Óli Stefán: Þurftum stríðsmenn ekki dansara í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 19:23 Óli Stefán hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðun gegn Stjörnunni. vísir/bára „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45