Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 11:21 Cosby er 82 ára gamall. Hann afplánar nú fangelsisdóm vegna kynferðisbrots. Vísir/EPA Lögmenn Bills Cosby, bandaríska gamanleikarans, ætla að fara fram á að dómari ógildi sakfellingu hans fyrir nauðgun. Halda þeir því fram að mistök sem dómari í máli hans gerði hafi gert réttarhöldin yfir honum óréttlát. Cosby var fundinn sekur um að hafa misnotað kynferðislega konu að nafni Andrea Constand árið 2004. Dómurinn var kveðinn upp í apríl í fyrr og var Cosby dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi. Fyrri réttarhöld í máli hans voru ómerkt þegar kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu í júní árið 2017. Nú vilja lögmenn Cosby að dómurinn verði ógiltur. Þeir telja dómarann hafa gert mistök með því að leyfa fimm konum að bera vitni um að Cosby hafi byrlað þeim ólyfjan og misnotað líkt og Constand sakaði hann um að hafa gert, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Brotin sem vitnin fimm sögðust hafa orðið fyrir af hendi Cosby voru fyrnd. Fáar undantekningar eru gerðar í lögum í Pennsylvaníu, þar sem Cosby var sakfelldur, til að heimila framburð af þessu tagi. Saksóknarar segja að vitnisburðurinn hafi sýnt fram á hegðunarmynstur hjá Cosby yfir margra ára skeið. Verjendur Cosby telja einnig að kviðdómendur hefðu ekki átt að fá að heyra upptöku af vitnisburði Cosby í öðru einkamáli þar sem hann viðurkenndi að hafa gefið konu sem hann vildi stunda kynlíf með róandi lyf á 8. áratugnum. Bandaríkin Mál Bill Cosby MeToo Tengdar fréttir Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Lögmenn Bills Cosby, bandaríska gamanleikarans, ætla að fara fram á að dómari ógildi sakfellingu hans fyrir nauðgun. Halda þeir því fram að mistök sem dómari í máli hans gerði hafi gert réttarhöldin yfir honum óréttlát. Cosby var fundinn sekur um að hafa misnotað kynferðislega konu að nafni Andrea Constand árið 2004. Dómurinn var kveðinn upp í apríl í fyrr og var Cosby dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi. Fyrri réttarhöld í máli hans voru ómerkt þegar kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu í júní árið 2017. Nú vilja lögmenn Cosby að dómurinn verði ógiltur. Þeir telja dómarann hafa gert mistök með því að leyfa fimm konum að bera vitni um að Cosby hafi byrlað þeim ólyfjan og misnotað líkt og Constand sakaði hann um að hafa gert, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Brotin sem vitnin fimm sögðust hafa orðið fyrir af hendi Cosby voru fyrnd. Fáar undantekningar eru gerðar í lögum í Pennsylvaníu, þar sem Cosby var sakfelldur, til að heimila framburð af þessu tagi. Saksóknarar segja að vitnisburðurinn hafi sýnt fram á hegðunarmynstur hjá Cosby yfir margra ára skeið. Verjendur Cosby telja einnig að kviðdómendur hefðu ekki átt að fá að heyra upptöku af vitnisburði Cosby í öðru einkamáli þar sem hann viðurkenndi að hafa gefið konu sem hann vildi stunda kynlíf með róandi lyf á 8. áratugnum.
Bandaríkin Mál Bill Cosby MeToo Tengdar fréttir Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33