Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 15:15 Sprengingin við hverfislögreglustöð við Norðurbrú aðfaranótt föstudags er níunda í röðinni á innan við hálfu ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55