Hinsegin dagar á Eyrinni Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga?
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar