Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Maðurinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna aðkomu að peningaþvætti. Vísir/Valli Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira