Um er að ræða myndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings.
Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience.
Ekki eru allir sannfærðir um að Liu sé sá rétti til að leika Kung Fu-meistarann Shang-Chi.
Asian Boss er vinsæl YouTube-rás en 8. ágúst síðastliðinn var birt innslag á rásinni þar sem fjallað var um ráðningu Liu í þetta hlutverk og hvort hann væri sá rétti miðað við hvernig hann lítur út. Útsendarar rásarinnar fóru út á meðal fólks og spurði það hvort að Liu væri of ljótur fyrir hlutverkið.
„Fjöldi kennara hélt því fram að það yrði aldrei neitt úr mér. Fjöldi framleiðenda, leikstjóra, handritshöfunda og meðleikara hefur efast um hæfileika mína sem leikara. Fjölda umsókna minna um styrki og nám hefur verið hafnað. Það hefur verið efast um mig á öllum stigum ferils míns. Ástæðan fyrir því að ég er hér enn er sú að ég einstaklega einbeittur. Ég hef óbilandi trú á hæfileikum mínum og neita að láta skoðanir annarra móta mig,“ skrifar Liu.
Asian Boss er með 1,7 milljónir áskrifenda og en um 270 milljónir hafa séð myndbönd á rásinni frá því hún var stofnuð í október árið 2013. Asian Boss státar sig af því að færa áhorfendum sínum ósvikna innsýn á nýjustu fréttir og dægurmál í Asíu.
„Ég vona innilega að þessi YouTube-rás muni nálgast önnur málefni af heilindum í framtíðinni,“ segir Liu.