Fresta frekari tollum á kínversk raftæki 13. ágúst 2019 16:09 Tíu prósent tollur sem Trump tilkynnti um verður ekki lagður á neytendavörur eins og snjallsíma nú um mánaðamótin eins og til stóð heldur um miðjan desember. Vísir/EPA Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45