Fiskeldi og sportveiði Sigurður Pétursson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar