Litrík Mullers-æfing Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar