Vilja afleggja golfkort til forréttindahóps Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 16:15 GSÍ-kortin eru þyrnir í augum margra sem reka golfvelli en handhafar þeirra þurfa aðeins að borga málamyndagjald fyrir það að leika vellina. Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna. Golf Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna.
Golf Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira