„Þetta er bara brot af kostnaði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:13 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst krefjast ítarlegri svara frá dómsmálaráðherra vegna kostnaðar íslenska ríkisins vegna Landsréttarmálsins. Helga Vala lagði fram fyrirspurn í lok mars en líkt og kunnugt er sagði Sigríður Andersen af sér embætti eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að skipan dómara við Landsrétt. Samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra sem birt var í dag hefur ríkið þegar greitt 23 milljónir í kostnað og um 9,5 milljónir eru enn ógreiddar. Þá er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um starf dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar tilfallandi kostnaður vegna undirbúnings.Sjá einnig: Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna „Það vantar líka allan kostnað ríkislögmanns við öll þessi mál, bæði hér heima og fyrir erlendum dómstólum. Það vantar kostnað Landsréttar vegna þeirra fjögurra dómara sem að ekki geta sinnt dómarastörfum í allan þennan tíma þannig að þetta er brot af kostnaði og bara það sem er í hendi núna,“ segir Helga Vala. Aðspurð kveðst hún ætla að fara fram á ítarlegri svör frá ráðherra. „Ég held að almenningur eigi rétt á því að fá að vita hvað þessi afleikur Sjálfstæðisflokksins hefur kostað okkur.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst krefjast ítarlegri svara frá dómsmálaráðherra vegna kostnaðar íslenska ríkisins vegna Landsréttarmálsins. Helga Vala lagði fram fyrirspurn í lok mars en líkt og kunnugt er sagði Sigríður Andersen af sér embætti eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að skipan dómara við Landsrétt. Samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra sem birt var í dag hefur ríkið þegar greitt 23 milljónir í kostnað og um 9,5 milljónir eru enn ógreiddar. Þá er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um starf dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar tilfallandi kostnaður vegna undirbúnings.Sjá einnig: Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna „Það vantar líka allan kostnað ríkislögmanns við öll þessi mál, bæði hér heima og fyrir erlendum dómstólum. Það vantar kostnað Landsréttar vegna þeirra fjögurra dómara sem að ekki geta sinnt dómarastörfum í allan þennan tíma þannig að þetta er brot af kostnaði og bara það sem er í hendi núna,“ segir Helga Vala. Aðspurð kveðst hún ætla að fara fram á ítarlegri svör frá ráðherra. „Ég held að almenningur eigi rétt á því að fá að vita hvað þessi afleikur Sjálfstæðisflokksins hefur kostað okkur.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41