Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 22:15 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“ Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira