Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 07:45 „Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun