Óbreytt agúrka Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun