„Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 10:45 Páll Óskar Hjálmtýsson mælir með því að fólk komi út úr skápnum. Vísir/Vilhelm Einn ástsælasti söngvari og tónlistarmaður þjóðarinnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, segist farinn að líta á hina árlegu Gleðigöngu, sem fer einmitt fram í dag, sem „sáttmála við íslensku þjóðina.“ „Vegna þess að fordómar verða alltaf til. Það er alltaf eitthvað fólk sem finnur okkur allt til foráttu. Jafnvel fólk sem stofnar stjórnmálaflokka og kemst jafnvel til valda. Þess vegna er svo auðvelt að svara spurningunni um af hverju við þurfum berjast,“ segir Páll Óskar. Hann hefur tekið þátt í Gleðigöngunni allt frá upphafi. Rætt var við Pál Óskar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar sagði hann hinsegin fólk stöðugt þurfa að vera á vakt og berjast á meðan til sé fólk sem vill setja sig upp á móti baráttu þeirra og tilverurétti. „Ein manneskja í valdastöðu, með einu pennastriki, getur strokað út allt sem hefur áunnist í baráttunni undanfarin 30 ár,“ segir Páll Óskar.Berst fyrir þá sem eru enn inni í skápnum Páll Óskar segir að þrátt fyrir sterka stöðu hinsegin fólks á Íslandi í lagalegum skilningi, þá skipti meira máli að fólk virði þau lög sem sett eru, og fólkið sem þau eiga við. „Ég lifi mjög góðu lífi á Íslandi. Ég fékk alla þá hvatningu og allan þann meðbyr, allt það sem ég þurfti þegar ég var yngri. Auðvitað fékk ég minn skammt af allskonar fúkyrðaflaumi og ógeði frá allskonar fólki - ég fæ það jafnvel enn þann dag í dag á samfélagsmiðlum. En það sem ég hef gengið í gegnum er léttvægt miðað við það sem annað fólk hefur gengið í gegnum sem ég þekki persónulega,“ segir Páll Óskar.Páll Óskar settist niður með Kjartani og ræddi Gleðigönguna, réttindabaráttu samkynhneigðra og fleira.Stöð 2Hann segist taka þátt í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks vegna fólks hér á landi sem er enn þá í skápnum og kvelst vegna efasemda um sjálft sig, vegna þeirra hugmynda um hinsegin fólk sem það hefur alist upp við. „Fólk sem elst upp við mikla dómhörku og stöðuga hommabrandara vinstri og hægri. Veistu, ef þú ert alinn upp við dómhörku frá blautu barnsbeini, þá skil ég bara mætavel að þú kjósir að vera í skápnum, og að það sé mjög, mjög erfitt fyrir þig að koma út. En ég er bara hér á þessum risatrukkum, að vinka skápa-keisunum.“Mælir með því að koma út Páll Óskar segist ekki geta mælt með öðru en að koma út úr skápnum. „Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu í gegn um lífið. Ef þið farið að gera það, þá hindrið þið ykkar eigið potential í lífinu. Þá fer öll orkan í það að vera í skápnum, með tilheyrandi andlegum kvölum.“ Páll Óskar mun að vanda leggja mikið upp úr vagninum sem hann verður á í sjálfri Gleðigöngunni. Í ár mun hann skemmta gestum á risastóru fiðrildi sem hann hannaði, ásamt öðrum. „Fiðrildið er mjög flott og táknrænt, fallegt tákn, frá náttúrunnar hendi. Þetta fiðrildi er sem sagt uppi á trukknum hjá mér og það er að koma út úr púpunni. Málið er að þegar þú kemur út, alveg sama hvað þú kemur út sem, það skiptir litlu máli í þessu samhengi, en þegar þú kemur út, þá eru ekki alveg niðri á jörðinni. Léttirinn sem fylgir því að koma út, er svo gígantískur.“ Páll Óskar ræddi Gleðigönguna og fleira við Kjartan Atla í þætti gærkvöldsins sem sjá má hér að neðan. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Sjá meira
Einn ástsælasti söngvari og tónlistarmaður þjóðarinnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, segist farinn að líta á hina árlegu Gleðigöngu, sem fer einmitt fram í dag, sem „sáttmála við íslensku þjóðina.“ „Vegna þess að fordómar verða alltaf til. Það er alltaf eitthvað fólk sem finnur okkur allt til foráttu. Jafnvel fólk sem stofnar stjórnmálaflokka og kemst jafnvel til valda. Þess vegna er svo auðvelt að svara spurningunni um af hverju við þurfum berjast,“ segir Páll Óskar. Hann hefur tekið þátt í Gleðigöngunni allt frá upphafi. Rætt var við Pál Óskar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar sagði hann hinsegin fólk stöðugt þurfa að vera á vakt og berjast á meðan til sé fólk sem vill setja sig upp á móti baráttu þeirra og tilverurétti. „Ein manneskja í valdastöðu, með einu pennastriki, getur strokað út allt sem hefur áunnist í baráttunni undanfarin 30 ár,“ segir Páll Óskar.Berst fyrir þá sem eru enn inni í skápnum Páll Óskar segir að þrátt fyrir sterka stöðu hinsegin fólks á Íslandi í lagalegum skilningi, þá skipti meira máli að fólk virði þau lög sem sett eru, og fólkið sem þau eiga við. „Ég lifi mjög góðu lífi á Íslandi. Ég fékk alla þá hvatningu og allan þann meðbyr, allt það sem ég þurfti þegar ég var yngri. Auðvitað fékk ég minn skammt af allskonar fúkyrðaflaumi og ógeði frá allskonar fólki - ég fæ það jafnvel enn þann dag í dag á samfélagsmiðlum. En það sem ég hef gengið í gegnum er léttvægt miðað við það sem annað fólk hefur gengið í gegnum sem ég þekki persónulega,“ segir Páll Óskar.Páll Óskar settist niður með Kjartani og ræddi Gleðigönguna, réttindabaráttu samkynhneigðra og fleira.Stöð 2Hann segist taka þátt í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks vegna fólks hér á landi sem er enn þá í skápnum og kvelst vegna efasemda um sjálft sig, vegna þeirra hugmynda um hinsegin fólk sem það hefur alist upp við. „Fólk sem elst upp við mikla dómhörku og stöðuga hommabrandara vinstri og hægri. Veistu, ef þú ert alinn upp við dómhörku frá blautu barnsbeini, þá skil ég bara mætavel að þú kjósir að vera í skápnum, og að það sé mjög, mjög erfitt fyrir þig að koma út. En ég er bara hér á þessum risatrukkum, að vinka skápa-keisunum.“Mælir með því að koma út Páll Óskar segist ekki geta mælt með öðru en að koma út úr skápnum. „Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu í gegn um lífið. Ef þið farið að gera það, þá hindrið þið ykkar eigið potential í lífinu. Þá fer öll orkan í það að vera í skápnum, með tilheyrandi andlegum kvölum.“ Páll Óskar mun að vanda leggja mikið upp úr vagninum sem hann verður á í sjálfri Gleðigöngunni. Í ár mun hann skemmta gestum á risastóru fiðrildi sem hann hannaði, ásamt öðrum. „Fiðrildið er mjög flott og táknrænt, fallegt tákn, frá náttúrunnar hendi. Þetta fiðrildi er sem sagt uppi á trukknum hjá mér og það er að koma út úr púpunni. Málið er að þegar þú kemur út, alveg sama hvað þú kemur út sem, það skiptir litlu máli í þessu samhengi, en þegar þú kemur út, þá eru ekki alveg niðri á jörðinni. Léttirinn sem fylgir því að koma út, er svo gígantískur.“ Páll Óskar ræddi Gleðigönguna og fleira við Kjartan Atla í þætti gærkvöldsins sem sjá má hér að neðan.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið