Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Andri Eysteinsson skrifar 18. ágúst 2019 13:10 Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. FBL/Anton Brink Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18