
Úti á landi
Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík.
Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði.
Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.
Staðan greind
Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi?
Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.
Sess landsbyggðar
Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum.
Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.
Ýmsir neikvæðir þættir
Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar?
Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum?
Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar.
Skoðun

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar