Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 08:55 MS-1 geimbúningurinn. Mynd/Daniel Leeb. Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb. Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb.
Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira