Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 13:42 Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41