Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2019 21:30 Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00