Nýju leikmenn Eyjaliðsins eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en þær koma báðar frá Póllandi.
Marta Wawrzynkowska er 27 ára gamall og 173 sentímetra markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs.
Wawrzynkowska spilaði með Pogon Szcecin í Áskorendakeppni Evrópu á síðustu leiktíð þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn.
Karolina Olszowa er 26 ára gömul og 177 sentímetra vinstri skytta og var síðast á mála hjá Vistal Gdynia í Póllandi og hún gerir jafnframt eins árs samning við félagið.