Stoðþjónustu vantar fyrir skóla í strjálbýlli byggð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. ágúst 2019 13:24 Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00