Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 20:51 Farþegar sem komu til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar stíga hér frá borði. ISAVIA/AUÐUNN Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. „Vegna þess þrönga tímaramma sem við höfum vegna bágrar lausafjárstöðu og þrátt fyrir íhuga mögulegra fjárfesta, hefur okkur ekki tekist að tryggja fjármagn frá bönkum né náð að selja reksturinn,“ segir í tilkynningu frá félaginu, sem greint er frá á vefmiðlinum York Press. Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Uppi voru fyrirætlanir um að halda áfram að bjóða upp á slík flug en nú er ljóst að ekkert verður af því. Í samtali við RÚV sagði Arnheiður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, það er fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi séu í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Rekstrarstöðvun fyrirtækisins hafi komið á óvart og ekkert hafi legið í loftinu sem gæfi vísbendingu um að neitt slíkt væri yfirvofandi. Kveðst hún í viðtalinu fá nánari upplýsingar um málið á morgun og í kjölfari verið kannað hvort annar aðili geti tekið verkefnið að sér.Ferðamenn útiloki fjarlæga staði frekar í sparnaðarskyni Arnheiður hefur áður sagt að erfitt reyndist að fá ferðamenn á Norðurlandið sökum fjarlægðar við höfuðborgina. Margir tækju þá ákvörðun að ferðast ekki um landið þvert og endilangt með það fyrir augum að spara fjármuni. Eins sagði hún erfitt að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt. Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00 Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. „Vegna þess þrönga tímaramma sem við höfum vegna bágrar lausafjárstöðu og þrátt fyrir íhuga mögulegra fjárfesta, hefur okkur ekki tekist að tryggja fjármagn frá bönkum né náð að selja reksturinn,“ segir í tilkynningu frá félaginu, sem greint er frá á vefmiðlinum York Press. Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Uppi voru fyrirætlanir um að halda áfram að bjóða upp á slík flug en nú er ljóst að ekkert verður af því. Í samtali við RÚV sagði Arnheiður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, það er fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi séu í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Rekstrarstöðvun fyrirtækisins hafi komið á óvart og ekkert hafi legið í loftinu sem gæfi vísbendingu um að neitt slíkt væri yfirvofandi. Kveðst hún í viðtalinu fá nánari upplýsingar um málið á morgun og í kjölfari verið kannað hvort annar aðili geti tekið verkefnið að sér.Ferðamenn útiloki fjarlæga staði frekar í sparnaðarskyni Arnheiður hefur áður sagt að erfitt reyndist að fá ferðamenn á Norðurlandið sökum fjarlægðar við höfuðborgina. Margir tækju þá ákvörðun að ferðast ekki um landið þvert og endilangt með það fyrir augum að spara fjármuni. Eins sagði hún erfitt að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.
Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00 Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00
Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30
The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26