Óþörf nefnd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 06:45 Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar