Fara fíklar í sumarfrí? Helga Maria Mosty skrifar 2. ágúst 2019 12:30 Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar