Sex gistu í fangaklefa í Eyjum í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 14:09 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira