Colby Covington fór vandræðalaust í gegnum Robbie Lawler og fékk símtal frá Donald Trump Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 23:43 Vísir/Getty Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga. Colby Covington byrjaði bardagann af krafti og var ekki lengi að taka Robbie Lawler niður. Lawler reyndi að standa upp en Covington létti ekki af pressunni. Covinton náði að stjórna Lawler með fellum fyrstu tvær loturnar og var lítil ógn í Lawler. Covington var með endalausa pressu og gaf Lawler lítinn tíma til að ná andanum. Síðustu þrjár loturnar stóð Covington mikið með Lawler og hafði betur. Lawler rúllaði með höggunum en átti erfitt með að svara fyrir sig. Að lokum var það samblanda af ótrúlegum fjölda högga, hraða og glímu Covington sem skilaði honum sigri. Covington vann allar fimm loturnar og lét ríkjandi veltivigtarmeistara Kamaru Usman heyra það eftir bardagann en Usman var í höllinni. Eftir bardagann fékk Covington símtal frá forsetanum Donald Trump en þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump voru viðstaddir bardagann. Jim Miller barðist sinn 32. bardaga í UFC fyrr í kvöld þegar hann sigraði Clay Guida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Enginn hefur barist oftar í sögu UFC en Miller kláraði Guida eftir 58 sekúndur í 1. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga. Colby Covington byrjaði bardagann af krafti og var ekki lengi að taka Robbie Lawler niður. Lawler reyndi að standa upp en Covington létti ekki af pressunni. Covinton náði að stjórna Lawler með fellum fyrstu tvær loturnar og var lítil ógn í Lawler. Covington var með endalausa pressu og gaf Lawler lítinn tíma til að ná andanum. Síðustu þrjár loturnar stóð Covington mikið með Lawler og hafði betur. Lawler rúllaði með höggunum en átti erfitt með að svara fyrir sig. Að lokum var það samblanda af ótrúlegum fjölda högga, hraða og glímu Covington sem skilaði honum sigri. Covington vann allar fimm loturnar og lét ríkjandi veltivigtarmeistara Kamaru Usman heyra það eftir bardagann en Usman var í höllinni. Eftir bardagann fékk Covington símtal frá forsetanum Donald Trump en þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump voru viðstaddir bardagann. Jim Miller barðist sinn 32. bardaga í UFC fyrr í kvöld þegar hann sigraði Clay Guida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Enginn hefur barist oftar í sögu UFC en Miller kláraði Guida eftir 58 sekúndur í 1. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30
Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00