Sport

Colby Covington fór vandræðalaust í gegnum Robbie Lawler og fékk símtal frá Donald Trump

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga.

Colby Covington byrjaði bardagann af krafti og var ekki lengi að taka Robbie Lawler niður. Lawler reyndi að standa upp en Covington létti ekki af pressunni. Covinton náði að stjórna Lawler með fellum fyrstu tvær loturnar og var lítil ógn í Lawler. Covington var með endalausa pressu og gaf Lawler lítinn tíma til að ná andanum.

Síðustu þrjár loturnar stóð Covington mikið með Lawler og hafði betur. Lawler rúllaði með höggunum en átti erfitt með að svara fyrir sig. Að lokum var það samblanda af ótrúlegum fjölda högga, hraða og glímu Covington sem skilaði honum sigri.

Covington vann allar fimm loturnar og lét ríkjandi veltivigtarmeistara Kamaru Usman heyra það eftir bardagann en Usman var í höllinni. Eftir bardagann fékk Covington símtal frá forsetanum Donald Trump en þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump voru viðstaddir bardagann.

Jim Miller barðist sinn 32. bardaga í UFC fyrr í kvöld þegar hann sigraði Clay Guida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Enginn hefur barist oftar í sögu UFC en Miller kláraði Guida eftir 58 sekúndur í 1. lotu.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×