Bandarískir áhorfendur hafa fengið að sjá stiklu úr dularfullri mynd Christopher Nolan Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:16 Breski leikstjórinn Christopher Nolan. Vísir/Getty Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári. Hollywood Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári.
Hollywood Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira