Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:43 Þuríður Erla ræðir harkalegan niðurskurð á CrossFit-leikunum. Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir luku báðar keppni á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Komust þær ekki í gegnum niðurskurð en aðeins tíu keppendur fengu að halda keppni áfram í gær. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn og situr í fimmta sæti fyrir síðasta daginn sem og Þuríður Erla Helgadóttir sem er í níunda sæti. Mikillar óánægju hefur gætt með harkalegan niðurskurð á heimsleikunum og lýsti Annie til að mynda yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag í gær. Taldi Annie að keppendur hefðu ekki fengið að reyna nóg á sig fyrir þennan harkalega niðurskurð. Annie hafnaði í tólfta sæti og Sara í tuttugusta sæti. Oddrún Eik Gylfadóttir féll úr leik á föstudag. Björgvin Karl Guðmundsson situr í þriðja sæti karla megin fyrir lokadaginn. Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison þar sem þær fylgjast með keppninni en þær ræddu við CrossFit-spekinginn Tommy Marquez í gær þar sem hann sagði marga í uppnámi yfir þessum niðurskurði. Þuríður Erla sagði við Birnu og Svanhildi að þessi niðurskurður væri ansi harkalegur. „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum. Þeir hefðu alveg geta gert það í kvöld (gærkvöldi) því þá var clean-ið komið,“ sagði Þuríður Erla og vísaði þar til kraftlyftingakeppninnar sem var í gærkvöldi. Fyrri æfing gærdagsins var spretthlaup og voru nokkrir keppendur sem féllu úr leik eftir fyrri æfingu gærdagsins nokkuð ósáttir að fá ekki að reyna á sig í kraftlyftingunum. CrossFit Tengdar fréttir Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30 Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43 Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir luku báðar keppni á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Komust þær ekki í gegnum niðurskurð en aðeins tíu keppendur fengu að halda keppni áfram í gær. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn og situr í fimmta sæti fyrir síðasta daginn sem og Þuríður Erla Helgadóttir sem er í níunda sæti. Mikillar óánægju hefur gætt með harkalegan niðurskurð á heimsleikunum og lýsti Annie til að mynda yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag í gær. Taldi Annie að keppendur hefðu ekki fengið að reyna nóg á sig fyrir þennan harkalega niðurskurð. Annie hafnaði í tólfta sæti og Sara í tuttugusta sæti. Oddrún Eik Gylfadóttir féll úr leik á föstudag. Björgvin Karl Guðmundsson situr í þriðja sæti karla megin fyrir lokadaginn. Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison þar sem þær fylgjast með keppninni en þær ræddu við CrossFit-spekinginn Tommy Marquez í gær þar sem hann sagði marga í uppnámi yfir þessum niðurskurði. Þuríður Erla sagði við Birnu og Svanhildi að þessi niðurskurður væri ansi harkalegur. „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum. Þeir hefðu alveg geta gert það í kvöld (gærkvöldi) því þá var clean-ið komið,“ sagði Þuríður Erla og vísaði þar til kraftlyftingakeppninnar sem var í gærkvöldi. Fyrri æfing gærdagsins var spretthlaup og voru nokkrir keppendur sem féllu úr leik eftir fyrri æfingu gærdagsins nokkuð ósáttir að fá ekki að reyna á sig í kraftlyftingunum.
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30 Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43 Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30
Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43
Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30