Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:43 Þuríður Erla ræðir harkalegan niðurskurð á CrossFit-leikunum. Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir luku báðar keppni á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Komust þær ekki í gegnum niðurskurð en aðeins tíu keppendur fengu að halda keppni áfram í gær. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn og situr í fimmta sæti fyrir síðasta daginn sem og Þuríður Erla Helgadóttir sem er í níunda sæti. Mikillar óánægju hefur gætt með harkalegan niðurskurð á heimsleikunum og lýsti Annie til að mynda yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag í gær. Taldi Annie að keppendur hefðu ekki fengið að reyna nóg á sig fyrir þennan harkalega niðurskurð. Annie hafnaði í tólfta sæti og Sara í tuttugusta sæti. Oddrún Eik Gylfadóttir féll úr leik á föstudag. Björgvin Karl Guðmundsson situr í þriðja sæti karla megin fyrir lokadaginn. Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison þar sem þær fylgjast með keppninni en þær ræddu við CrossFit-spekinginn Tommy Marquez í gær þar sem hann sagði marga í uppnámi yfir þessum niðurskurði. Þuríður Erla sagði við Birnu og Svanhildi að þessi niðurskurður væri ansi harkalegur. „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum. Þeir hefðu alveg geta gert það í kvöld (gærkvöldi) því þá var clean-ið komið,“ sagði Þuríður Erla og vísaði þar til kraftlyftingakeppninnar sem var í gærkvöldi. Fyrri æfing gærdagsins var spretthlaup og voru nokkrir keppendur sem féllu úr leik eftir fyrri æfingu gærdagsins nokkuð ósáttir að fá ekki að reyna á sig í kraftlyftingunum. CrossFit Tengdar fréttir Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30 Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43 Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir luku báðar keppni á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Komust þær ekki í gegnum niðurskurð en aðeins tíu keppendur fengu að halda keppni áfram í gær. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn og situr í fimmta sæti fyrir síðasta daginn sem og Þuríður Erla Helgadóttir sem er í níunda sæti. Mikillar óánægju hefur gætt með harkalegan niðurskurð á heimsleikunum og lýsti Annie til að mynda yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag í gær. Taldi Annie að keppendur hefðu ekki fengið að reyna nóg á sig fyrir þennan harkalega niðurskurð. Annie hafnaði í tólfta sæti og Sara í tuttugusta sæti. Oddrún Eik Gylfadóttir féll úr leik á föstudag. Björgvin Karl Guðmundsson situr í þriðja sæti karla megin fyrir lokadaginn. Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison þar sem þær fylgjast með keppninni en þær ræddu við CrossFit-spekinginn Tommy Marquez í gær þar sem hann sagði marga í uppnámi yfir þessum niðurskurði. Þuríður Erla sagði við Birnu og Svanhildi að þessi niðurskurður væri ansi harkalegur. „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum. Þeir hefðu alveg geta gert það í kvöld (gærkvöldi) því þá var clean-ið komið,“ sagði Þuríður Erla og vísaði þar til kraftlyftingakeppninnar sem var í gærkvöldi. Fyrri æfing gærdagsins var spretthlaup og voru nokkrir keppendur sem féllu úr leik eftir fyrri æfingu gærdagsins nokkuð ósáttir að fá ekki að reyna á sig í kraftlyftingunum.
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30 Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43 Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit. 2. ágúst 2019 10:30
Birna og Svanhildur á Crossfit-leikunum Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í Madison. 1. ágúst 2019 10:43
Hjartagalli Anniear hafi mögulega gert vart við sig í gær Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa að eiga topp dag til að komast áfram. 3. ágúst 2019 14:30