Þuríður Erla komst í gegnum alla niðurskurðina og eftir síðasta daginn í gær kom það í ljós að Þuríður myndi enda í tíunda sætinu.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður voru einu íslensku stelpurnar sem komust í gegnum niðurskurðina en Katrín Tanja endaði í fjórða sætinu eftir vandræði í síðustu greininni.
Ef marka má Instgram-færslu Þuríðar er hún yfirsig ánægð með árangurinn í vikunni og má hún vera það enda tíunda sætið flottur árangur.