Brexit er Íslandi þungt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. ágúst 2019 06:45 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur til máls í breska þinginu. Fréttablaðið/AFP Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira