Clinton hafði áður greint frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki átt í sambandi við Lewinsky en varð seinna meir að draga það til baka og viðjast afsökunar.
Lewinsky verður framleiðandi ásamt Sarah Burgess, Ryan Murphy, Nina Jacobson, Brad Simpsin, Brad Falchuk, Larry Karaszewski, Scott Alexander, Alexis Martin Woodall og Söruh Paulson.

Linda Tripp var samstarfskona Lewinsky sem sendi Kenneth Starr, sjálfstæðum saksóknara upptöku af samtölum hennar við Lewinsky þar sem Lewinsky lýsti sambandi sínu við Clinton.
Upphaf málsins má rekja til Paulu Corbin Jones sem sakaði Clinton um að hafa áreitt sig kynferðislega árið 1991 þegar Clinton var ríkisstjóri Arkansas þar sem hún var starfsmaður. Lögfræðingar hennar vildu sýna fram á að þetta væri eitthvað sem Clinton ætti til og voru því konur yfirheyrðar sem talið var að hann hefði átt í kynferðissambandi við.
Clinton var að endingu ákærður fyrir meinsæri og hindrun réttvísunnar en réttarhöldunum lauk árið 1999 þegar öldungardeild Bandaríkjaþings hafnaði ákærunum.