Stærri og sterkari sveitarfélög Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 07:15 Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun