Spænska úrvalsdeildarliðið Barcelona bar sigurorð af ítalska úrvalsdeildarliðinu Napoli í æfingaleik í nótt en leikið var í Miami í Bandaríkjunum. Þetta var næst síðasti leikur beggja liða á undirbúningstímabilinu en þau munu mætast aftur á laugardag í Michigan.
Börsungar léku án sinnar skærustu stjörnu þar sem Lionel Messi var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá var Coutinho ekki með Barcelona en talið er að hann gæti yfirgefið félagið í dag.
Sergio Busquets skoraði fyrsta mark leiksins á 37.mínútu en skömmu síðar varð Samuel Umtiti fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og var staðan því jöfn í leikhléi.
Króatinn Ivan Rakitic gerði sigurmark leiksins á 79.mínútu og tryggði Börsungum 2-1 sigur.
Barcelona lagði Napoli í Miami
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

