Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 20:25 Salvini hefur sagt arrivederci við Fimm stjörnu hreyfinguna. Vísir/EPA Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum. Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum.
Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07
Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45