Friðarbarátta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:45 Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun