Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Fossinn neðst í laxá í Kjós í venjulegu árferði. Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“ Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“
Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira