Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Fossinn neðst í laxá í Kjós í venjulegu árferði. Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“ Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“
Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira