Snúa aftur til vinnu í skugga sprengjuárásar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 10:00 Starfsfólk dönsku Skattstofunnar var slegið yfir fréttum þriðjudagsins og sagðist upplifa öryggisleysi þegar það ætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn síðan sprengjuárás var gerð á vinnustaðinn. Vísir/EPA Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16